Arnar Pétursson er utanvegahlaupari ársins og fjármálastjóri Driftline. Hann hefur verið að þjálfa og halda fyrirlestra í rúm sex ár en síðustu þrjú ár hefur hann einnig unnið íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Driftline.
Driftline er fyrst í heiminum til að skilgreina þol með vísindalegum hætti. En þeirra hugsjón er að allir eigi að geta haft auðvelt aðgengi að mikilvægum heilsufarsupplýsingum og þjálfun. Með Driftline tækninni getum við núna metið þol, hlaupagetu, fitubrennslu og líkamssamsetningu fólks eingöngu með því að greina hjartsláttargögn úr þægilegri hreyfingu.
Æfing vikunnar snýst einmitt um það að reyna að meta hversu hægt rólega skokkið okkar á að vera en ef við kunnum að fara nógu hægt, er allt hægt.
Æfingin skiptist í þrjár tíu mínútna hluta þar sem við spyrjum okkur þriggja spurninga með reglulegu millibili í hverjum hluta. Ef svarið er já við öllum þessum spurningum þá erum við að fara nógu hægt.
Spurningar:
- Get ég andað með nefinu?
- Líður mér eins og ég sé nánast að labba?
- Gæti ég haldið þægilega áfram í tvo klukkutíma ef ég þyrfti þess?
Æfingin:
- 10 mín - Röskleg ganga.
- 10 mín - Eins hægt skokk og þú getur.
- 10 mín - Örlítið hægara skokk en skokkið á undan.
Punktar eftir æfingu:
- Við hægjum á okkur síðustu 10 mínúturnar því það sem okkur finnst vera nægilega hægt er nánast alltaf 15-20% of hratt.
- Eftir æfinguna ættir þú svo að skoða hvaða hraða þú varst að halda í síðasta tíu mínútna hlutanum og miða svo rólegu skokkin þín við það... Best er samt að nota Driftline greiningartæknina og fá nákvæm púls og hraðaviðmið fyrir allar æfingar.😉