Það er hægt að gera einfaldar og fljótlegar æfingar hvar og hvenær sem er. Tuttugu mínútur á dag á stofugólfinu er betra en ekki neitt.

Hjónaleikfimi: Þegar börnin sofna er auðvitað ekki í boði að henda sér á sófann ef æfingu dagsins er ekki lokið. Hér er gott að rýma til á stofugólfinu og klæða sig í betri gallann. Takið meðalstórt handklæði og snúið upp á það svo úr verði stór kaðall. Setjið handklæðið utan um mjaðmirnar á maka ykkar eða félaga (alls ekki um kvið) og látið hann draga ykkur um stofuna og togið vel í kaðalinn á móti. Helst að fara áfram beina leið ef það er mögulegt.

Á leiðinni til baka notar félagi ykkar beinar hendur á axlirnar á ykkur og reynir að ýta ykkur til baka. Hér streitist þið á móti. Þetta er ljómandi góð æfing fyrir kvið og fætur en alls ekki sniðug ef þið eruð veik fyrir í hnjám eða baki. Hér er tilvalið að stilla börnunum sem vildu ekki sofna upp í sófanum, poppa fyrir þau og láta þau hvetja ykkur áfram.

Í nýjasta tölublaði Eftir vinnu má finna fleiri æfingar sem eru sniðnar að þörfum þeirra sem hafa ekki endilega tíma til að fara í ræktina á hverjum degi. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook .