Suður á Ítalíu nánar tiltekið á Amalfi svæðinu er mjög falleg gönguleið með útsýni sem er erfitt að lýsa, slík er fegurðin.

Gönguleiðin hefst í bænum Agerola og endar í hinum vinsæla bæ, Positano. Leiðin er um sex kílómetra löng og tekur um þrjár til fjórar klukkustundir að ganga hana.

Til að komast til Agerola frá Amalfi er bæði auðvelt og ódýrt að taka strætó. En til að komast til baka frá Positano er best að taka bát, ekki nema þið kjósið að ganga leiðina til baka. Það getur einnig verið gaman að ganga bara hluta af leiðinni og snúa svo við, allt eftir því hversu mikinn tíma þið hafið.

Leiðin er miðlungserfið og ættu því flestir að geta gengið hana.