Xpeng var stofnað árið 2014 og markaðssetur sig sem tæknifyrirtæki sem framleiðir bíla, hugbúnað, vélmenni og fljúgandi bílinn X2, sem fór í sitt fyrsta opinbera flug í Dubai í október 2022.
XPeng G6 kom með haustskipinu og við tókum hann til kostanna í vetrarfrostinu á dögunum. G6 kemur í þremur útgáfum en við fengum þá öflugustu, svokallaða Performance útgáfu.
Hún, sem er fjórhjóladrifin, er aflmeiri en hinar gerðirnar og og drægnin er 551 km og við prófuðum einmitt hann.
Að framan er G6 búinn þunnum ljósabúnaði sem Xpeng kallar „vélmenna andlit“, þar sem þunnu framljósin líkjast augum teiknimyndavélmennis. Það er grundvallaratriði við útlit allra bíla að undir þeim séu ekki of litlar felgur. Þessar eru 20 tommu og bílinn samsvarar sér vel.
Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.