Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra rithöfunda sem hafa á síðustu árum skapað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi. Hann hefur gefið út fimm skáldsögur, skrifað fjölmarga pistla og tekið virkan þátt í samtalinu um samtímann – með rödd sem er gagnrýnin, persónuleg og heimspekileg.
„Það var enginn annar að fara að selja þetta drasl nema ég.“
Þannig lýsir Halldór Armand þeirri stund þegar vörubrettin með fyrstu bókinni hans voru komin heim til hans – og hann áttaði sig á því að enginn annar myndi sjá um dreifinguna, markaðssetninguna eða söluna. Hann hafði gefið bókina út sjálfur, án aðkomu forlaga, og þurfti því að sjá alfarið um að koma henni á framfæri.
„Ég hef unnið á auglýsingastofu við textagerð en ég hef alltaf lifað í þeirri trú að það sé ekki ein sölumannsfruma í þessum líkama,“ segir hann.
„Ég var svona krakki sem höndlaði ekki að dingla á bjöllu og suða um kókdósir til að safna fyrir fótboltamót. Ég hef aldrei þolað tilhugsunina að vera að þröngva einhverju upp á fólk.“
En staðan krafðist annars. Hann varð að bregðast við – og upp úr þeirri nauðsyn spratt nýr hluti af persónuleika hans.
„Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það kom bara einhver ný vídd í mínum persónuleika fram. Það var ótrúlega merkilegt og áhugavert að fatta að ég er bara ágætasti kapítalisti eftir allt saman.“
Viðtalið við Halldór Armand er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út í dag.
Hér er viðtalið í heild fyrir áskrifendur Viðskiptablaðsins.