Alþjóðaviðskiptaráðin héldu Alþjóðadag viðskiptalífsins á dögunum fyrir fullum sal. Þar var fjallað um undraverða þróun á sviði samfélagsmiðla, sýndarveruleika, gervigreindar og fleira.
Eliza Reid, forsetafrú, stýrði dagskránni með miklum myndarbrag. Hún sagðist vera mun meiri samfélagsmiðlastjarna en eiginmaðurinn, sem hefði ekki enn náð tökum á Instagram.
Eva Ruza sagði frá því hvernig hún þróaðist úr byrjanda á Snapchat yfir í að vera atvinnuáhrifavaldur með 25.000 fylgjendur. Hún hefði reyndar valdið móður sinni talsverðum vonbrigðum, sem hefði viljað sjá hana sem hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ballettdansara og sálfræðing, helst allt í senn. Hún hefði þó fyrirgefið henni þetta allt í vikunni þegar Eva sendi henni mynd af sér á fundi með alþjóðaviðskiptaráðunum.
Finola McDonnel, alþjóðlegur samskipta- og markaðsstjóri hjá Financial Times, lýsti því hvernig FT hefur þróast úr því að vera venjulegt blað yfir í að verða gagnvirkur miðill, sem hefur skilað sér í fimmföldun áskrifenda á 30 árum. Listin er að segja sögu, með öllum þeim möguleikum sem tæknin býður, eins og með gagnvirkri grafík, myndböndum og hlaðvörpum.
George Bryant, alþjóðlegur aðalsköpunarstjóri (Global Chief Creative Officer) hjá The Golin Group, færði auglýsendum þær fréttir að það væri orðið dýrara og erfiðara að ná til neytenda með hefðbundnum auglýsingum. Ekki dygði lengur að borga fyrir auglýsingu heldur þyrfti að ávinna sér athygli með því að virkja fólk í gegnum ólíka miðla.
Rasmus Høgdall, skapandi skipuleggjandi hjá Meta (Creative Strategist) talaði meðal annars um endalausa möguleika í sýndarveruleika, til að skapa, læra, spila tölvuleiki og upplifa, t.d. með því að fara á tónleika – án þess að fara að heiman.
Omar Karim, sem starfar sem skapandi skipuleggjandi og tæknimaður hjá Meta, skildi salinn eftir gapandi yfir möguleikum gervigreindar, sem getur á örskotsstundu skrifað handrit að bíómynd, hannað heilu tískulínurnar, málað mynd, leyst flókin verkefni og samið tónlist, eins og heyra má eftir tónlistargervikonuna Egorithm.
Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio, sýndi hvernig hugbúnaður Arkio gerir fólki kleift að hanna í sýndarveruleika og breyta raunverulegu umhverfi með því að leggja sýndarveruleika yfir það, t.d. með því að taka niður veggi eða raða inn húsgögnum. Hér má sjá myndband af því hvernig hugbúnaðurinn virkar.
Baldvin Björn Haraldsson, formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, stýrði svo umræðum í lok ráðstefnunnar og viðurkenndi að hafa, í bókstaflegri merkingu, farið flatt á að lifa sig of mikið inn í sýndarveruleikaborðtennis – þegar hann studdi sig við fullkomlega óáþreifanlegt borðtennisborð.
Myndir frá Alþjóðadegi viðskiptalífsins má sjá hér að neðan.
Alþjóðaviðskiptaráðin héldu Alþjóðadag viðskiptalífsins á dögunum fyrir fullum sal. Þar var fjallað um undraverða þróun á sviði samfélagsmiðla, sýndarveruleika, gervigreindar og fleira.
Eliza Reid, forsetafrú, stýrði dagskránni með miklum myndarbrag. Hún sagðist vera mun meiri samfélagsmiðlastjarna en eiginmaðurinn, sem hefði ekki enn náð tökum á Instagram.
Eva Ruza sagði frá því hvernig hún þróaðist úr byrjanda á Snapchat yfir í að vera atvinnuáhrifavaldur með 25.000 fylgjendur. Hún hefði reyndar valdið móður sinni talsverðum vonbrigðum, sem hefði viljað sjá hana sem hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ballettdansara og sálfræðing, helst allt í senn. Hún hefði þó fyrirgefið henni þetta allt í vikunni þegar Eva sendi henni mynd af sér á fundi með alþjóðaviðskiptaráðunum.
Finola McDonnel, alþjóðlegur samskipta- og markaðsstjóri hjá Financial Times, lýsti því hvernig FT hefur þróast úr því að vera venjulegt blað yfir í að verða gagnvirkur miðill, sem hefur skilað sér í fimmföldun áskrifenda á 30 árum. Listin er að segja sögu, með öllum þeim möguleikum sem tæknin býður, eins og með gagnvirkri grafík, myndböndum og hlaðvörpum.
George Bryant, alþjóðlegur aðalsköpunarstjóri (Global Chief Creative Officer) hjá The Golin Group, færði auglýsendum þær fréttir að það væri orðið dýrara og erfiðara að ná til neytenda með hefðbundnum auglýsingum. Ekki dygði lengur að borga fyrir auglýsingu heldur þyrfti að ávinna sér athygli með því að virkja fólk í gegnum ólíka miðla.
Rasmus Høgdall, skapandi skipuleggjandi hjá Meta (Creative Strategist) talaði meðal annars um endalausa möguleika í sýndarveruleika, til að skapa, læra, spila tölvuleiki og upplifa, t.d. með því að fara á tónleika – án þess að fara að heiman.
Omar Karim, sem starfar sem skapandi skipuleggjandi og tæknimaður hjá Meta, skildi salinn eftir gapandi yfir möguleikum gervigreindar, sem getur á örskotsstundu skrifað handrit að bíómynd, hannað heilu tískulínurnar, málað mynd, leyst flókin verkefni og samið tónlist, eins og heyra má eftir tónlistargervikonuna Egorithm.
Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio, sýndi hvernig hugbúnaður Arkio gerir fólki kleift að hanna í sýndarveruleika og breyta raunverulegu umhverfi með því að leggja sýndarveruleika yfir það, t.d. með því að taka niður veggi eða raða inn húsgögnum. Hér má sjá myndband af því hvernig hugbúnaðurinn virkar.
Baldvin Björn Haraldsson, formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, stýrði svo umræðum í lok ráðstefnunnar og viðurkenndi að hafa, í bókstaflegri merkingu, farið flatt á að lifa sig of mikið inn í sýndarveruleikaborðtennis – þegar hann studdi sig við fullkomlega óáþreifanlegt borðtennisborð.
Myndir frá Alþjóðadegi viðskiptalífsins má sjá hér að neðan.