Ein frægasta persóna Walts Disney, Andrés önd, er áttræður í dag. Afmæli hans er miðað við 9. júní. þann dag kom út fyrsta teiknimyndin með honum í aðalhlutverki. Myndin hét The Wise Little Hen, eða Litla, vitra hænan.

Á vef breska blaðsins Telegraph er afmælis Andrésar Andar minnst en þar segir að Walt Disney hafi skapað Andrés þegar hann heyrði Clarence Nash syngja Maja átti lítið lamb með andarrödd sinni. Disney vildi þá búa til persónu sem var neikvæðari og skapstyggari en Mikki mús og Andrés varð til. Nash ljáði Andrési rödd sína allt frá árinu 1934 til ársins 1983 en þá tók Tony Anselmo við.