Hjónin Andri Gunnarsson, lögmaður, og Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hafa fest kaup á eigninni Tjaldanes 15 á Arnarnesi. Kaupverðið er 370 milljónir króna, sem gera 867 þúsund krónur á fermetra.
Eignin var síðast seld í apríl á þessu ári þegar Róbert Wessman seldi hana til félagsins Laug ehf., sem er í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar, náins samstarfsmanns Róberts.
Sjá einnig: Róbert selur á Arnarnesi fyrir 350 milljónir
HRJÁF, félag í eigu Róberts, keypti húsið árið 2017 fyrir 187,5 milljónir króna.
Samkvæmt auglýsingu frá síðasta sumri er húsið með 4-5 barnaherbergi, hjónaherbergi með fata- og baðherbergi, stofu með koníaksstofu og arinstofu, ásamt baðhúsi með heitum potti og gufubaði.