Ársfundur Seðlabanka Íslands fór fram í 62. sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu í síðustu viku.

Ársfundur Seðlabanka Íslands fór fram í 62. sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu í síðustu viku.

Fundurinn var vel sóttur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, fluttu ávörp á fundinum. Í kjölfarið þáðu gestir veitingar og ræddu eitt og annað sín á milli.

Í ávarpi sínu rifjaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri upp hvernig óðaverðbólga níunda áratugarins hefði haft margþætt neikvæð áhrif á hagkerfið og brýndi fyrir fundargestum mikilvægi þess að ná verðbólgustiginu niður sem fyrst.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór yfir málin með Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og einum bankaráðsmanna Seðlabankans, Sigurði Ingi Jóhannssyni innviðaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Svanhildi Hólm Va
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Fossa fjárfestingabanka, sinnti skyldustörfum á meðan fundinum stóð.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Helga Björk Eiríksdóttir formaður Bankaráðs Landsbankans, hlustuðu af athygli á ávörp ræðumanna.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri undirbjó ávarp sitt undir vökulum augum Más Guðmundssonar og Jóns Sigurðssonar, forverar Ásgeirs í starfi.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Gylfi Magnússon, prófessor og formaður bankaráðs Seðlabankans frá árinu 2018, kom inn á reynsluna af samruna Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ávarpi sínu og þakkaði Unni Gunnarsdóttur fyrir vel unnin störf en hún lætur senn af störfum eftir að hafa
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, var meðal þeirra sem sáu til þess að allt gengi smurt fyrir sig á fundinum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Æðstu stjórnendur Íslandsbanka, þau Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri, Birna Einarsdóttir bankastjóri, Guðmundur Kristinn Birgisson, framkvæmdastjóri áhættustýringar, Finnur Árnason stjórnarformaður og Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri bankans.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Leiknir voru ljúfir tónar fyrir gesti á meðan þeir gæddu sér á veitingum og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)