Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir skrifaði pistil um testósterón og mataræði fyrir okkur í Eftir vinnu, en hún leggur mikla áherslu á heildræna nálgun í sinni ráðgjöf.

Testósterón könnumst við flest við sem karlkynhormónið í líkamanum. Við þekkjum það í umræðunni að það stjórni kynhvöt og löngun. Hlutverk þess eru mörg og ekki bara fyrir kynhvötina, heldur er það líka tengt við frjósemi, að viðhalda vöðva- og beinmassa, auk þess að hafa áhrif á framleiðslu rauðra blóðkorna og stjórna fitudreifingu.

Testósterón fer svo að minnka þegar karlmenn komast á miðjan aldur. Ef einkenni skorts gætir hjá yngri mönnum getur það tengst þáttum eins og lífsstíl, sjúkdómum, lyfjum eða áföllum svo eitthvað sé nefnt. Lækkun á magni testósteróns hjá einstaklingum virðist vera algengari nú en áður og bendir allt til þess að ávísanir á testósterónviðbót (gel, plástrar eða lyf) hafi fimmfaldast frá árinu 2012.

Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að sporna við lækkun hormónsins með næringu og góðum lífsstíl, eins og hreyfingu og reglulegum svefni, passa upp á blóðsykur, drekka áfengi í hófi og sleppa öllu nikótíni (í hvaða formi sem það er).

Góð næring getur spornað við lækkun hormónsins.

Pistilinn í heild sinni er að finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.