Mikill fjöldi safna og merkilegra bygginga er í borginni. Það þarf ekki að ræða arkitektinn Antoni Gaudi sem hannaði Sagrada Família kirkjuna, Gaudi garðinn sem og nokkur hús í borginni. Hann þekkja allir. Rétt eins og Picasso safnið í borginni, sem er eitt þeirra stærstu í heimi. En það er fleira en Gaudi og Picasso.
Byrgi númer 307
Á árunum 1936-1939, þegar spænska borgarastyrjöldin geisaði, var byggður fjöldi undirganga og sprengjubyrgja undir borginni. Stór hluti þess er enn til staðar en töluvert skemmdist í stríðinu.
Erfitt er að komast að þessum göngum. Eitt er þó aðgengilegt í Borgarsafni Barselóna, Museu d´Història de la Cuitat í hverfinu Poble Sec. Það kallast byrgi númer 307, Refugi 307.
Umfjöllun um fleiri áhugaverða staði í Barcelona er að finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom nýverið út. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.