Leikarinn Ben Affleck hefur sett húsið sitt á sölu fyrir um 30 milljónir dollara en Affleck festu kaup á húsinu árið 2018 fyrir 19 milljónir dollara. Wall Street Journal greinir frá.

Húsið er staðsett á Pacific Palisades svæðinu í Los Angeles og er 1.250 fermetrar að stærð. Í húsinu eru sjö svefnherbergi, heimabíó, skrifstofuaðstaða og þriggja bíla bílskúr. Hverfið er vinsælt á meðal fræga fólksins en meðal annars á Matt Damon hús í sama hverfi.

Ben Affleck giftist Jennifer Lopez í sumar en áður var hann giftur leikkonunni Jennifer Garner en þau eiga saman þrjú börn.