Danski veitingastaðurinn Geranium var í gær útnefndur besti veitingastaður heims af World's 50 Best Restaurants. Geranium er staðsettur á áttundu hæð Parken, þjóðarleikvangs Dana í fórbolta og heimavallar FC København. Kaupmannahöfn heldur efsta sæti listans en hinn frægi veitingastaður Noma hlaut verðlaunin í fyrra.
Sjá einnig: Besti veitingastaður í heimi skilar tapi
Geranium sérhæfir sig í skandinavískum réttum sem innihalda ekki kjöt. Veitingastaðurinn er aðeins opinn fjóra daga vikunnar og gestir þurfa að bóka borð að minnsta kosti þrjá mánuði fram í tímann. Yfirkokkur Geranium er Daninn Rasmus Kofoed sem vann alþjóðlegu matreiðsluverðlaunin Bocuse d'Or árið 2011.
Listi World's 50 Best Restaurants fyrir árið 2022:
- Geranium (Kaupmannahöfn, Danmörk)
- Central (Líma, Peru)
- Disfrutar (Barcelona, Spánn)
- Diverxo (Madríd, Spánn)
- Pujol (Mexíkóborg, Mexíkó)
- Asador Etxebarri (Axpe, Spánn)
- A Casa do Porco (São Paulo, Brasilía)
- Lido 84 (Gardone Riviera, Ítalía)
- Quintonil (Mexíkóborg, Mexíkó)
- Le Calandre (Rubano, Ítalía)
- Maido (Líma, Peru)
- Uliassi (Senigallia, Ítalía)
- Steirereck (Vínarborg, Austurríki)
- Don Julio (Búenos Aíres, Argentína)
- Reale (Castel di Sangro, Ítalía)
- Elkano (Getaria, Spánn)
- Nobelhart & Schmutzig (Berlín, Þýskaland)
- Alchemist (Kaupmannahöfn, Danmörk)
- Piazza Duomo (Alba, Ítalía)
- Den (Tókýó, Japan)
- Mugaritz (San Sebastian, Spánn)
- Septime (París, Frakkland)
- The Jane (Antwerp, Belgía)
- The Chairman (Hong Kong)
- Frantzén (Stokkhólmur, Svíþjóð)
- Restaurant Tim Raue (Berlín, Þýskaland)
- Hof van Cleve (Kruishoutem, Belgía)
- The Clarence (París, Frakkland)
- St. Hubertus (San Cassiano, Ítalía)
- Florilege (Tókýó, Japan)
- Arpège (París, Frakkland)
- Mayta (Líma, Peru)
- Atomix (New York, Bandaríkin)
- Hiša Franko (Kobarid, Slóvenía)
- The Clove Club (London, England)
- Odette (Singapúr)
- Fyn (Höfðaborg, Suður Afríka)
- Jordnær (Kaupmannahöfn, Danmörk)
- Sorn (Bangkok, Taíland)
- Schloss Schauenstein (Fürstenau, Sviss)
- La Cime (Osaka, Japan)
- Quique Dacosta (Dénia, Spánn)
- Boragó (Santiago, Síle)
- Le Bernardin (New York, Bandaríkin)
- Narisawa (Tókýó, Japan)
- Belcanto (Lissabon, Portúgal)
- Oteque (Ríó, Brasilía)
- Leo (Bógóta, Kólumbía)
- Ikoyi (London, England)
- SingleThread (Healdsburg, Kalifornía)