Danski veitingastaðurinn Geranium var í gær útnefndur besti veitingastaður heims af World's 50 Best Restaurants. Geranium er staðsettur á áttundu hæð Parken, þjóðarleikvangs Dana í fórbolta og heimavallar FC København. Kaupmannahöfn heldur efsta sæti listans en hinn frægi veitingastaður Noma hlaut verðlaunin í fyrra.

Sjá einnig: Besti veitingastaður í heimi skilar tapi

Geranium sérhæfir sig í skandinavískum réttum sem innihalda ekki kjöt. Veitingastaðurinn er aðeins opinn fjóra daga vikunnar og gestir þurfa að bóka borð að minnsta kosti þrjá mánuði fram í tímann. Yfirkokkur Geranium er Daninn Rasmus Kofoed sem vann alþjóðlegu matreiðsluverðlaunin Bocuse d'Or árið 2011.

Listi World's 50 Best Restaurants fyrir árið 2022:

  1. Geranium (Kaupmannahöfn, Danmörk)
  2. Central (Líma, Peru)
  3. Disfrutar (Barcelona, Spánn)
  4. Diverxo (Madríd, Spánn)
  5. Pujol (Mexíkóborg, Mexíkó)
  6. Asador Etxebarri (Axpe, Spánn)
  7. A Casa do Porco (São Paulo, Brasilía)
  8. Lido 84 (Gardone Riviera, Ítalía)
  9. Quintonil (Mexíkóborg, Mexíkó)
  10. Le Calandre (Rubano, Ítalía)
  11. Maido (Líma, Peru)
  12. Uliassi (Senigallia, Ítalía)
  13. Steirereck (Vínarborg, Austurríki)
  14. Don Julio (Búenos Aíres, Argentína)
  15. Reale (Castel di Sangro, Ítalía)
  16. Elkano (Getaria, Spánn)
  17. Nobelhart & Schmutzig (Berlín, Þýskaland)
  18. Alchemist (Kaupmannahöfn, Danmörk)
  19. Piazza Duomo (Alba, Ítalía)
  20. Den (Tókýó, Japan)
  21. Mugaritz (San Sebastian, Spánn)
  22. Septime (París, Frakkland)
  23. The Jane (Antwerp, Belgía)
  24. The Chairman (Hong Kong)
  25. Frantzén (Stokkhólmur, Svíþjóð)
  26. Restaurant Tim Raue (Berlín, Þýskaland)
  27. Hof van Cleve (Kruishoutem, Belgía)
  28. The Clarence (París, Frakkland)
  29. St. Hubertus (San Cassiano, Ítalía)
  30. Florilege (Tókýó, Japan)
  31. Arpège (París, Frakkland)
  32. Mayta (Líma, Peru)
  33. Atomix (New York, Bandaríkin)
  34. Hiša Franko (Kobarid, Slóvenía)
  35. The Clove Club (London, England)
  36. Odette (Singapúr)
  37. Fyn (Höfðaborg, Suður Afríka)
  38. Jordnær (Kaupmannahöfn, Danmörk)
  39. Sorn (Bangkok, Taíland)
  40. Schloss Schauenstein (Fürstenau, Sviss)
  41. La Cime (Osaka, Japan)
  42. Quique Dacosta (Dénia, Spánn)
  43. Boragó (Santiago, Síle)
  44. Le Bernardin (New York, Bandaríkin)
  45. Narisawa (Tókýó, Japan)
  46. Belcanto (Lissabon, Portúgal)
  47. Oteque (Ríó, Brasilía)
  48. Leo (Bógóta, Kólumbía)
  49. Ikoyi (London, England)
  50. SingleThread (Healdsburg, Kalifornía)