Veðrabreytingar geta haft mikil áhrif á húðina og hana þarf að vernda bæði fyrir sól og kulda. Á veturna kjósa margir að nota feitari krem þar sem húðin á til að þorna frekar í kuldanum. Harpa Káradóttir, metsöluhöfundur förðunarbókarinnar Andlit og eigandi Make-Up Studio deilir með okkur sínum uppáhaldskremum þegar kalt er úti, sem hún notar bæði á sjálfa sig og í starfi sínu sem förðunarfræðingur.

Harpa segir góða húðrútínu vera mikilvæga fyrir heilbrigði húðarinnar og ljóstrar upp sinni eigin rútínu sem hún fylgir alla daga.

Lyfja - Weleda Skin Food - 3.399 kr.

Weleda Skin Food - Ég dýrka þetta krem og á það alltaf til. Kremið er mjög hreint og náttúrulegt og veitir mjög góðan raka ásamt því að vera virkilega fallegt undir farða. Sérstaklega fyrir þá sem kjósa náttúrulegan ljóma og eru ekki að leitast eftir möttu útliti.

Ég nota þetta krem á börn og fullorðna í minni vinnu. Þetta er sannkölluð rakabomba.

Beautybox - Sisley Paris Velvet Sleeping Mask - 20.940 kr.

Sisley Velvet Sleeping Mask - Æðislegur nætur maski sem veitir góðan raka og fær húðina til að ljóma næsta morgun. Ég kann vel að meta hvað hann gengur hratt inn í húðina þannig að maður fer ekki klístraður að sofa.

Ég er með mjög viðkvæma húð og hann hefur ekki ertandi áhrif á mína húð heldur veitir mér græðandi og nærandi tilfinningu. Ég nota þennan maska mikið ef ég er undir álagi og þarf aðstoð til að viðhalda frískleika í húðinni.

Beautybox - Shiseido - 12.500 kr.

Uplifting and firming express eye mask, Shiseido - Æðislegur og rakagefandi augnmaski sem veitir húðinni í kringum augun mikinn raka ásamt því að draga úr fínum línum og þrota undir augum.

Ég nota þennan augnmaska mikið sjálf og á kúnnana mína, sérstaklega þegar kalt er í veðri og við þurfum að veita húðinni extra búst og frískleika. Maskinn er þó ætlaður þroskaðri húð og inniheldur retinol svo ég nota hann ekki á ungmenni.

Angan - Artic Youth Face Oil - 14.300 kr.

Arctic youth face oil, Angan - Ein af mínum uppáhalds andlitsolíum. Ég nota þessa olíu oft í andlitsnudd með guasha stein því hún gengur fljótt inn í húðina og veitir góðan raka og næringu.

Einnig nota ég stundum dropa af olíunni út í farða til að fá léttari áferð og meiri raka.

Beautybox - CC Red Correct, Erborian - 3.190 kr.

CC red correct, Erborian - Þetta er fyrsti veturinn sem ég nota þessa vöru og ég er ótrúlega hrifin af þessu kremi. Þetta er eiginlega það sem við köllum litað dagkrem og hefur þann eiginleika að liturinn á kreminu aðlagast okkar eigin húðtón og dregur úr roða á mjög náttúrulegan hátt. Ég sjálf verð fljótt rjóð í framan í miklum kulda og þetta krem veitir mér nákvæmlega þá aðstoð sem ég þarfnast.

Það er bæði hægt að nota kremið eitt og sér eða undir farða. Dagsdaglega nota ég bara þetta krem yfir dagkremið mitt og fylgi eftir með hyljara undir augu og slepp þá við að nota farða eða aðra vöru til að jafna út húðtóninn.

Húðrútína Hörpu Kára

Ég þríf húðina kvölds og morgna og nota yfir létt micellar vatn frá Bioeffect á morgnana til að þrífa húðina á mildan og auðveldan hátt. Á kvöldin passa ég upp á að þrífa húðina vel. Fyrst þríf ég af mér farðann og þríf svo húðina þannig að hún sé alveg hrein. Ég elska hreinsa sem hægt er að nota á augu og andlit til að einfalda verkið.

Ég er mjög hrifin af andlitshreinsum sem bræða förðunina á svipstundu og fylgi yfirleitt eftir með heitum þvottapoka eða hreinsipúða.

Hreinsivatn frá Bioeffect - 6.990 kr.

Ég er veik fyrir augnkremum og nota allskonar mismunandi augnkrem. Á kvöldin nota ég rakagefandi augnkrem og á morgnana sæki ég í augnkrem sem kæla og draga úr þrota. Ég á þriggja ára tvíbura sem sofa oft alls ekki vel svo ég er orðin hálfgerður fíkill í augnkrem og augnmaska.

Ég gæti talið upp svo mörg augnkrem sem ég mæli með en þau sem eru inni á baði hjá mér núna eru BL eye cream frá Bláa lóninu, Total eye lift frá Clarins, Uplifting and firming eye cream frá Shiseido, Multi wrinkle minimizer eye cream frá Guerlain.

Augnkrem frá Bláa Lóninu - 8.900 kr.

Ég nota mismunandi dagkrem eftir þörfum og það fer líka eftir árstíðum hvað ég er að nota. Ég hef verið að nota retinol tvisvar í viku yfir veturinn og passa þá upp á að nota sólarvörn á daginn. Svo fylgi ég eftir með varasalva, ég hef verið að nota varasalvann frá Bláa lóninu á kvöldin því hann er mjög nærandi og þægilegur á vörunum. Ég er nýbúin að eignast nýja varasalvann frá Bioeffct og ég elska að nota hann eftir daginn því hann er þéttur og auðvelt að nota hann undir varablýant og varalit.

Rakasprey er síðan eitthvað sem ég elska að nota yfir daginn til að kæla og fríska upp á húðina. Spreyið nota ég ekki í einhverjum tilgangi til að láta förðunina haldast betur heldur finnst mér gott að fá smá úða af raka yfir andlitið ef ég man eftir því.

Ég er búin að mixa mitt eigið rakasprey sem ég mun kannski einn daginn deila með ykkur, hver veit.

Viðtalið birtist í Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.