Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, hefur lengst af verið ekið um á þýskum Audi bifreiðum. Sá fyrsti kom ári eftir að forsetinn var kjörinn, árið 2017. Lengst af í forsetatíð sinni sást Guðna ekið um á Audi Q7 jeppa með skráningarnúmerið 2.
Forsetabifreið númer 1 er hefur síðustu tvö árin verið Audi A8 í lengdri útgáfu. A8 kom fyrst á markað árið 1994 og hefur slíkur bíll aldrei áður þjónað forsetaembættinu og Audi aldrei áður fengið númeraplötu númer 1.
Hins vegar var A8 í stuttri útgáfu í þjónustu forsætisráðuneytisins í tíð Davíðs Oddssonar árin 1996-2004.
Flaggskipið frá Audi
A8 er stærsti og flottasti bíllinn frá Audi og er í sömu stærð og BMW 7 og Mercedes-Benz SClass. Bíllinn er einkar hentugur fyrir þá sem hafa einkabílstjóra og sitja aftur í honum enda þægindi og fótapláss mikið.
Margar litmyndir hafa birst af bílnum í dagblöðum með þjóðhöfðingjum og fyrirmönnum innanborðs. Án efa flestar af Angelu Merkel sem ók oftast um á A8.
Silvio Berlusconi sást einnig oft á Audi. Sá var skot- og bombuheldur og hefur það líklega ráðið för hjá Ítölunum.
Umfjöllunin birtist fyrst í Bílar, sérblaði Viðskiptablaðsins um bíla.