BMW safnið var opnað í München árið 2008 og tók þá við af eldra safni í borginni sem hafði verið starfrækt síðan 1973. Safnið, sem er alls fjögur þúsund fermetrar að stærð, hefur laðað að gesti frá öllum heimshornum sem vilja skoða BMW bíla frá ýmsum tímaskeiðum og fræðast um sögu bílaframleiðandans sem spannar rúmlega 100 ár.

Hugmyndabíllinn BMW Vision Efficienct Dynamics sem sýndur var 2009. Bíllinn var með 3 sílindra dísil hybrid vél og fór úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,8 sekúndum.

Í safninu er mjög stórt og glæsilegt safn BMW bíla frá öllum tímum. Það má sjá m.a. BMW 750 sem James Bond ók í Tomorrow Never Dies. Q gamli, tæknigúru bresku leyniþjónustunnar, afhenti 007 bílinn í myndinni sem var m.a. búinn fjarstýringarbúnaði sem bjargaði njósnaranum m.a. í eftirminnilegri senu sem gerist í Hamborg þar sem Bond fjarstýrir bílnum úr aftursætinu hundeltur af vondu köllunum. Þá ók Bond einnig BMW Z3 sportbílnum í myndinni Goldeneye.

BMW 700 árgerð 1964.

Ein af perlunum í safninu er Bimminn hans Elvis Presley. Um er að ræða BMW 507 blæjubíl árgerð 1958. Kóngurinn sjálfur var líka sérlega hrifinn af BMW bílum. Þennan forláta sportbíl eignaðist hann 20. desember 1958 en á þessum tíma sinnti söngvarinn heimsfrægi herskyldu í Þýskalandi.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins, EV Bílar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.