Novator F11 ehf, eignarhaldsfélag í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fest kaup á 199 fermetra lúxusíbúð í Austurhöfn við hlið Hörpu á 310 milljónir króna. Fermetraverð er því yfir 1,5 milljónir króna.

Sjá einnig: Dýrasta íbúð Íslandssögunnar

Seljandi er GEVA, sem er í eigu Geirs Vals Ágústssonar fjármálastjóra og eins eigenda flugfélagsins Air Atlanta. GEVA keypti íbúðina í júlí á síðasta ári á 265 miljónir króna og hefur íbúðin því hækkað um 17% á tæpu ári.

Sjá einnig: 2,4 milljarða Thorsarahöll

Novator F11 var stofnað utan um ættaróðalið Fríkirkjuveg 11 sem Björgólfur Thor keypti af Reykjavíkurborg árið 2008 á 650 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningum félagsins hefur Björgólfur varið vel á þriðja milljarð króna í að gera upp Fríkirkjuveg 11 en Thor Jensen langafi Björgólfs lét byggja húsið á árunum 1907-1908.