Að utan hefur BMW X1 fengið sterkari línur. Hönnunin leitar meira til X rafmagnsbílsins frá BMW enda á ferðinni ný þróun hjá hinum bæverska bílaframleiðanda. Umhverfisvænni kostur fyrir nýja tíma eru kannski skilaboðin.

Að utan hefur BMW X1 fengið sterkari línur. Hönnunin leitar meira til X rafmagnsbílsins frá BMW enda á ferðinni ný þróun hjá hinum bæverska bílaframleiðanda. Umhverfisvænni kostur fyrir nýja tíma eru kannski skilaboðin.

Sterkari línur passa bílnum vel og sama hvert á hann er litið þá er hér á ferðinni einstaklega laglegur bíll. Það sést að hugsað hefur verið út í minnstu smáatriði í hönnun bílsins. Einkennandi BMW grillið er með silfurlitaðri áferð sem og listum að framan og aftan sem og á hliðum.

Auk þess eru silfurlitaðir listar utan um glugga á hliðum. Þetta samspil af svörtum og silfurlituðum listum gefa bílnum kröftugt en um leið fágað útlit. Afgerandi breyting hefur orðið á afturljósunum sem nú hafa fengið eins konar þrívíddar útfærslu.

Ný og klassísk hönnun

Hönnun innan rýmisins ber þess merki að hér er á ferðinni BMW. Klassísk einkenni eru til staðar líkt og stýrið, sem er þó með færri og einfaldari hnappa en í fyrirrennara sínum. Stór upplýsingaskjár er fyrir ökumann sem samanstendur af 10,25” upplýsingaskjá í mælaborði og 10,28” snertiskjá sem saman mynda líkt og einn samsettan panorama skjá.

Að auki er sjónlínuskjár sem varpar upplýsingum á framrúðu. Í miðjusokki er gírskiptingin sem einskonar sleði og virkar það vel. Þá eru aukastjórntakkar, m.a. fyrir akstursstillingar sem og útvarp í miðjum stokknum sem og þráðlaus símahleðsla. Miðstöðin ber ættarsvipinn sem og stafræn útfærsla mælaborðsins sem er samskonar og í öðrum nýrri BMW módelum.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.