Nýr Duster er mikið breyttur frá fyrra módeli. Hann er kröftugri á að líta þó óneitanlega sé sterkur ættarsvipur á honum. Framendinn ber nýtt merki Dacia sem var komið á fyrra módel en nú er komið loftinntak fyrir hjólin að framan.
Aurhlífar og brettakantar eru áberandi á nýju gerðinni og virkar það vel í heildarhönnun bílsins.
Örin sem sjá má í hönnun framljósanna er gegnumgangandi í hönnun bílsins, bæði er hana að finna í afturljósunum sem og í innréttingunni, annars vegar í miðstöðinni sem og í hurðarhöldum að innan.
Nýr Duster er í boði með 130 hestafla beinskiptri Mild hybrid bensín vél auk sjálfskiptrar 140 hestafla hybrid bensín vélar. Beinskiptu bílarnir eru fjórhjóladrifnir en sjálfskipti bíllinn framhjóladrifinn. Duster kemur í tveimur útfærslum með beinskiptingunni, Expression og Extreme. Sem sjálfskiptur er hann einungis í boði í Extreme útfærslunni.
Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.