Tölvuleikirnir Assassin‘s Creed hafa notið mikilla vinsælda síða fyrsti leikurinn var kynntur til sögunnar árið 2007. Leikirnir eru hasarleikir sem byggja á sögulegri endurbyggingu staða á borð Forn-Egyptalands, Parísar og Rómar á tímum endurreisnarinnar og Ameríku þegar Bandaríkin voru enn nýlenda Breta. Nú hafa skaparar leiksins hins vegar tekið óvænta beygju að því er The Guardian greinir frá .
Í nýjustu uppfærslu leiksins Assassin‘s Creed Origins sem kallast uppgötvunar uppfærslan hafa hönnuðir hans fjarlægt möguleika á bardögum og verkefni sem tengjast sögusviði hans. Í staðinn býðst leikendum að skoða Forn-Egyptaland í friði og ró. Jafnframt er boðið upp á 75 skipulagðar skoðanaferðir sem hannaðar voru af sagnfræðingum og fornleifafræðingum. Í umfjöllun The Guardian segir að skoðanaferðirnar séu svipaðar þeim sem er boðið upp á söfnum nema að í leiknum geturðu gengið um göturnar og séð minjarnar í sýndarveruleika.