Snakkið Cheetos er mætt í „Metaverse“ í tilefni af Hrekkjavöku. Þetta kemur fram í grein hjá Forbes.
Nú í vikunni afhjúpaði Frito-Lay, deild innan PepsiCo, stafrænt úthverfi í Metaverse sem ber heitið Chesterville, og er í Cheetos þema.
Metaverse er sýndarveruleiki þar sem fólk getur átt í samskiptum við hvort annað í hinum stafræna heimi. Í Metaverse er til að mynda hægt að kaupa margs konar sýndar-vörur, eins konar eftirlíkingar af raunverulegum vörum.
Í Chesterville, Cheetos hverfinu, munu „leikmenn“ geta klárað ýmis verkefni og unnið sér inn stig. Þá geta leikmenn talað við aðra leikmenn.
Lokamarkmið Cheetos leiksins er að komast í höfðingjasetrið á Cheetos Hill. Þar geta leikmenn kosið um sinn uppáhalds „Cheetos draug“ og þannig hjálpað til við að endurvekja Cheetos tegund sem er ekki lengur í framleiðslu. Aðdáendur geta valið á milli þriggja mögulegra tegunda: Cheetos Flamin‘ Hot Pepper Puffs, Cheetos Flamin‘ Hot Chipotle Ranch, eða Cheetos Nashville Hot snacks.