Renault frumsýndi nýja fimmu á Bílasýningunni í Genf og var mest áberandi bíllinn á sýningunni. Nýi bíllinn verður eingöngu rafbíll og byggir útlit hans á upprunalega R5. Raunar er hann enn líkari Turbo útgáfunni af bílnum. Sá var hannaður af einum frægasta bílahönnuði allra tíma, Ítalanum Marcello Gandini hjá Bertone hönnunarhúsinu.

Framleiðslan hefst í sumar í Frakklandi og bíllinn kemur ekki í búðir fyrr en í haust. Við höfum fengið að sjá gripinn með eigin augum en ekki enn fengið að prófa hann.

Stjórnendur franska Renault telja sig vera með metsölubíl, líkt og hinn gamla. Renault byggir nefnilega bílinn á fornri frægð. Renault 5 kom fyrst á markað árið 1972 og var framleiddur til 1996. Hann var mest seldi bíllinn í Frakklandi 1972 til 1986 og var framleiddur í 9 milljónum eintaka.

Renault frumsýndi nýja fimmu á Bílasýningunni í Genf og var mest áberandi bíllinn á sýningunni. Nýi bíllinn verður eingöngu rafbíll og byggir útlit hans á upprunalega R5. Raunar er hann enn líkari Turbo útgáfunni af bílnum. Sá var hannaður af einum frægasta bílahönnuði allra tíma, Ítalanum Marcello Gandini hjá Bertone hönnunarhúsinu.

Framleiðslan hefst í sumar í Frakklandi og bíllinn kemur ekki í búðir fyrr en í haust. Við höfum fengið að sjá gripinn með eigin augum en ekki enn fengið að prófa hann.

Stjórnendur franska Renault telja sig vera með metsölubíl, líkt og hinn gamla. Renault byggir nefnilega bílinn á fornri frægð. Renault 5 kom fyrst á markað árið 1972 og var framleiddur til 1996. Hann var mest seldi bíllinn í Frakklandi 1972 til 1986 og var framleiddur í 9 milljónum eintaka.

Umfjöllunina um bílinn er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.