Verslunarkeðjan Costco er byrjuð að selja fötur af svokölluðum neyðarmáltíðum í Bandaríkjunum. Fatan inniheldur 132 máltíðir og endist í 25 ár.

Á heimasíðu Costco má finna fötuna og kostar hún 99 dali, eða rúmlega 13.500 krónur.

Verslunarkeðjan Costco er byrjuð að selja fötur af svokölluðum neyðarmáltíðum í Bandaríkjunum. Fatan inniheldur 132 máltíðir og endist í 25 ár.

Á heimasíðu Costco má finna fötuna og kostar hún 99 dali, eða rúmlega 13.500 krónur.

Réttirnir eru þó fjölbreyttir en í fötunni má finna pakka af pasta alfredo, ostamakkarónur, sex skammtar af Teriyaki-hrísgrjónum, rjómapasta og grænmeti, tómatsúpu með pasta, og kjúklinganúðlusúpu.

Innihald fötunnar endist í 25 ár en er þó aðeins hugsuð sem tímabundin lausn.
© Skjáskot (Skjáskot)

Það eru einnig tíu skammtar af hvítum hrísgrjónum, 16 skammta af vanillubúðingi og 16 skammtar af appelsínudrykk.

Pakkningin segir þó að fatan sé aðeins hugsuð sem tímabundin lausn en það eina sem þarf að bæta við vörurnar er vatn.