Fimmta kynslóð Discovery kom á mark að árið 2018. Klassískt, kassalaga útlit fyrri kynslóða vék fyrir ávalari línum. Bíllinn er fallegur, og undanfarið hafa bæst við nýir glæsilegir litir sem gefa honum ferskan svip.
En svo kom babb í bátinn. Fjögurra sílendra vélin var bil anagjörn og Defenderinn tók stöðu Discovery. Range Rover inn hefur líka komið sterkur inn undanfarin ár, enda fallegur með eindæmum.
Nú er Discovery aðeins í boði með sex sílendra vél, og ég leyfi mér að spá því að hann muni snúa aftur sem einn af lykilbílum Land Rover á Íslandi.

Aksturinn
Aksturinn er óskaplega þægi legur og þetta er hinn besti ferðabíll. Útlitið er gott úr bíl stjórasætinu og maður situr hátt. Bíllinn er rásfastur, lipur og með nægt pláss. Innan rýmið er stílhreint og fágað. Tilfinningin er að Discovery sé stór bíll en um leið lipur, þó þungur sé.
Á Íslandi er bíllinn aðeins í boði með loft púðafjöðrun. Með venjulegri gormafjöðrun er veghæð undir lægsta punkt 220 mm, en með loftpúðafjöðruninni í hæstu stöðu er hún 284 mm. Með aukinni notkun áls var bíllinn léttur um 200 kg frá eldri gerð og vegur 2,2 tonn.
Við akstur á malarvegum og torfærum kemur styrkur Discovery í ljós. Dempunin er mýkri en margir myndu búast við og hljóðeinangrun er góð – hávaði frá vegi og vindi er lítill.
Land Rover Disovery SE D250/D350
- Orkugjafi: Dísil + milt rafmagn
- Eyðsla: 8,3 l/100 km / 10,6 l/100 km
- Hestöfl: 249 / 351
- Tog: 600 Nm / 500 Nm
- Hröðun 0-100: 7,6 sek. / 6,5 sek.
- Verð: 20.290.000 kr. / 20.690.000 kr.
- Umboð: BL
Nánar er fjallað um sögu AMG í sérblaði Viðskiptablaðsins, EV Bílar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.