Próteindrykkurinn DONE hefur vakið mikla athygli á Íslandi frá því að varan kom á markað í október í fyrra.
Stofnandi drykksins er Róbert Freyr Samaniego, en hann vann drykkinn í samstarfi við stóran matvælaframleiðanda í Finnlandi.
Róbert, sem er einnig einfaldlega þekktur sem „DONE-gæinn“, hefur m.a. auglýst drykkinn í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok og eru mörg myndbönd fyrirtækisins með tugþúsundir áhorfa.
Í nýjasta myndbandinu má sjá ferðalag „DONE-gæjans“ til Póllands þar sem íslenska landsliðið lék umspilsleik um að komast á EM í sumar. Þar útvegaði hann Alberti Guðmundssyni, leikmanni liðsins, DONE próteindrykknum.
Myndbandið má sjá hér að neðan:
@done.iceland Albert í vandræðum fyrir leik!👀🇮🇸@Albert Gudmundsson #doneiceland #fyp #fyrirþig #islenskt ♬ original sound - Done