„Ég hef haft mikinn áhuga á bílum frá því að ég man eftir mér. Ég man sérstaklega eftir því áður en ég fékk bílpróf hvað ég hlakkaði mikið til að fá prófið sem myndi veita mér mikið frelsi. Þegar ég lít til baka þá hef ég átt um 150 bíla í gegnum tíðina, þannig að ég ætti nú að hafa ágætis reynslu af bílum,“ segir Knútur Steinn Kárason er deildarstjóri sölusviðs hjá BL.

Hann hefur starfað í bílgreininni meira og minna síðastliðin 15 ár, en hóf störf hjá BL vorið 2013 í sumar afleysingum sem sölufulltrúi í Hyundai.

„Ég hef haft mikinn áhuga á bílum frá því að ég man eftir mér. Ég man sérstaklega eftir því áður en ég fékk bílpróf hvað ég hlakkaði mikið til að fá prófið sem myndi veita mér mikið frelsi. Þegar ég lít til baka þá hef ég átt um 150 bíla í gegnum tíðina, þannig að ég ætti nú að hafa ágætis reynslu af bílum,“ segir Knútur Steinn Kárason er deildarstjóri sölusviðs hjá BL.

Hann hefur starfað í bílgreininni meira og minna síðastliðin 15 ár, en hóf störf hjá BL vorið 2013 í sumar afleysingum sem sölufulltrúi í Hyundai.

Árið 2015 tók hann stutt stopp á fjármálasviði í lyfjageiranum en kom til baka í BL fyrir lok árs. Einnig hefur hann komið að eigin rekstri með heildsölu og netverslun.

„Hjá BL hef ég öðlast mikla reynslu í bransanum og í gegnum árin hlotið þónokkra starfsþróun. Í dag starfa ég sem deildarstjóri sölusviðs í móðurfélagi BL ehf.“

Nánar var fjallað um málið í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu.