Með sýningunni er lögð áhersla á eðli drottningarinnar í gegnum grafík, orðatiltæki og upplifun. Drottningar birtast í ótal myndum, en á HönnunarMars verður gerð tilraun til að draga fram þá einu sönnu.
Hvað veitti þér innblástur fyrir sýninguna Drottningar, og hvað viltu að gestir upplifi?
Mér fannst ég sjá bara drottningar út um allt og í öllu, Elísabet Englandsdrottning fellur frá og allur heimurinn fylgist með því og syrgir hana enda enginn setið jafnlengi að krúnunni og hún. En það var aðallega eldri dóttir mín sem varð svona minn helsti innblástur fyrir sýninguna. Hún var alltaf að kalla mig drottningu og það var eitthvað svo ofurfallegt að vakna á morgnana við: „Mamma þú ert drottningin mín“. Hún sjálf að sjálfsögðu prinsessa þá í sama samhengi. Á svipuðum tíma fékk hún alveg gífurlega mikinn áhuga á skák og var alltaf að passa upp á drottninguna sína, henni fannst kóngurinn ekkert merkilegur – hann getur bara fært sig einn reit en drottningin má gera það sem hún vill. Svo fór ég í kjölfarið að heyra þetta út um allt í tónlist, í náttúrunni og dýraríkinu en við notum hugtakið líka í tengsl- um við íþróttir eins og sunddrottning, hlaupa- drottning, skíðadrottning og svona gæti ég talið áfram. Svo eru líka fegurðardrottningar, álfadrottningar, dragdrottningar og drottningar krúnunnar. Þegar það var búið að planta öllum þessu litlu fræjum hjá mér að þá varð ég einhvernveginn að setja þetta saman og koma þessu frá mér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði