Bugatti Veyron kostar 2,6 milljónir dala, um 310 milljónir króna, í Bandaríkjunum og er að mati Forbes tímaritsins dýrasti fjöldaframleiddi bílinn árið 2012 en bílaframleiðendur hafa þegar kynnt framleiðslu sína fyrir næsta ár.
Bílinn er með 8 lítra vél sem skilar 1.184 hestöflum. Hann kemst á allt að 431 kílómetra hraða á klukkustund sem gerir hann hraðskreiðasta bíll heims sem heimilt er að aka utan kappaksturbrauta.
Bugatti Veyron myndi kosta á milli 500-600 milljónir kominn til Íslands. Ekki er vitað til þess að slíkur bíll hafi verið fluttur hingað til lands en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru nokkrir slíkir í eigu Íslendinga erlendis fyrir fall íslensku bankanna. Voru einhverjir þeirra geymdir í bílageymslu Kaupþings í Luxemburg.
Bugatti er franskt fyrirtæki og var stofnað árið 1909. Stofnandinn var Ítalinn Ettore Bugatti. Bílaframleiðandinn er nú í eigu þýska Volkswagen.