Milljarðamæringurinn og frumkvöðullinn Jim Clark hefur samþykkt að selja húsið sitt á eyjunni Manalapan, rétt sunnan við Palm Beach. Eignin, sem er rúmlega 16 hektarar að stærð, fór á 175 milljónir dala, sem jafngildir 23 milljörðum króna. Gangi salan í gegn mun þetta marka fyrsta skiptið sem hús í Flórida-fylki er seld á yfir 130 milljónir dala. Wall Street Journal greinir frá.
Clark keypti húsið í mars á húsið í mars 2021 á 94 milljónir dala. Hann sagði á sínum tíma að hann og eiginkona sín hafi tekið ákvörðun um að kaupa fasteignina í skyndi.
Enn sem komið er virðist yfirstandandi samdráttur í sölu á lúxuseignum ekki hafa áhrif á eignir í Palm Beach. Þvert á móti hefur fjöldi undirritaðra samninga á einbýlishúsum sem eru seldar yfir 10 milljónir dala tvöfaldast samanborið við maí í fyrra.
Framangreindur Jim Clark er mest þekktur fyrir að hafa komið að stofnun Netscape ásamt Marc Andressen árið 1994 en Netscape Navigator var ráðandi netvafri á markaði í byrjun tíunda áratugsins, í árdaga internetsins en missti markaðsráðandi stöðu sína þegar að keppninautar fóru að bjóða upp á ókeypis aðgang að vöfrum sínum. Netscape var á endanum keypt af America Online árið 1998. Clark stofnaði Netscape með 4,1 milljóna dala fjárfestingu en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir 1,2 milljarða dala.
In an off-market deal, a massive oceanfront compound near Palm Beach has sold for around $175 million, making it the most expensive home to ever sell in Florida https://t.co/uzxcXWSPZW
— The Wall Street Journal (@WSJ) June 16, 2022