Það eru tvær bílategundir sem teljast langdýrustu bílarnir sem seldust árið 2023. Annars vegar Mercedes-Benz G 63 AMG og hins vegar Porsche 911 í Dakar útgáfu. G jeppinn í AMG útgáfunni seldist í tveimur eintökum á árinu, rétt eins og árið 2022. Kostar stykkið um 60 milljónir króna.

Einn Porsche 911 Dakar var seldur á árinu, en hann kostar um 50 milljónir króna. Að auki voru seldir fjórir 911 á árinu sem hver kostar um 30 milljónir. Einnig seldust fjórir 911 árið 2022.

400 milljónir í Range

Fleiri áhugaverðir lúxusbílar voru seldir á árinu. Alls seldust 14 Range Rover jeppar, þar af fimm með tvinntengivél, bensín og rafmagni. Þótt hægt sé að fá Range-inn á rúmar 24 milljónir þá kostar slíkur gripur varla undir 30 milljónum þegar búið er að setja inn mörg brot af því besta frá verksmiðjunum í Solihull í Coventry. Íslendingar keyptu því Range Rover fyrir um 400 milljónir á árinu.

Mercedes-AMG G 63 er með 4 lítra vel með tveimur túrbínum sem skilar 585 hestöflum. Sagan segir að nýi G rafjeppinn, sem kemur í sumarbyrjun, verði með svipað afl.

Fáar drossíur

Flaggskip þýsku bílaframleiðendanna eru almennt talin meðal mestu lúxusbílanna sem eru fluttir inn til landsins.

BMW seldi tvær Sjöur á árinu, aðra dísel og hina í rafútgáfu sem kosta 25-30 milljónir. Einn Mercedes-Benz S-Class seldist á árinu. Hann kostar um 28 milljónir króna. Síðast seldi Hekla einn Audi A8 árið 2021. Líklega er um að ræða forsetabílinn.

Nánar er fjallað um dýrustu bíla ársins í Eftir vinnu blaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.