Bauganes 22 var dýrasta einbýlishús sem selt var í vesturhluta Reykjavíkur á síðasta ári. Kaupverð hússins, sem er 379 fermetrar, nam 320 milljónum króna. Fermetraverð nam því 932 þúsund krónum.

Þetta er hæsta fermetraverð sem greitt var fyrir einbýlishús í vesturhluta borgarinnar.

Næst dýrasta einbýlishús sem seldist í vesturhluta Reykjavíkur var Hávallagata 24, sem var fimm milljóum króna ódýrara en Bauganes 22.

Hávallagata 24 var byggð árið 1941 og er einnig þekkt undir nafninu Hamragarðar. Samband íslenskra samvinnufélaga lét reisa húsið fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu. Húsið er hannað af arkitektinum Guðjóni Samúelssyni en þar til hann teiknaði húsið hafði hann ekki teiknað íbúðarhús í rúman áratug sökum anna við hin ýmsu verkefni á vegum hins opinbera.

Hér að neðan má sjá lista yfir tíu dýrustu einbýlishús sem seld voru í vesturhluta Reykjavíkur í fyrra.

Bauganes 22 var dýrasta einbýlishús sem selt var í vesturhluta Reykjavíkur á síðasta ári. Kaupverð hússins, sem er 379 fermetrar, nam 320 milljónum króna. Fermetraverð nam því 932 þúsund krónum.

Þetta er hæsta fermetraverð sem greitt var fyrir einbýlishús í vesturhluta borgarinnar.

Næst dýrasta einbýlishús sem seldist í vesturhluta Reykjavíkur var Hávallagata 24, sem var fimm milljóum króna ódýrara en Bauganes 22.

Hávallagata 24 var byggð árið 1941 og er einnig þekkt undir nafninu Hamragarðar. Samband íslenskra samvinnufélaga lét reisa húsið fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu. Húsið er hannað af arkitektinum Guðjóni Samúelssyni en þar til hann teiknaði húsið hafði hann ekki teiknað íbúðarhús í rúman áratug sökum anna við hin ýmsu verkefni á vegum hins opinbera.

Hér að neðan má sjá lista yfir tíu dýrustu einbýlishús sem seld voru í vesturhluta Reykjavíkur í fyrra.

Dýrustu einbýlishús sem seldust í vesturhluta borgarinnar árið 2022

Heimilisfang Kaupverð (m.kr.) Stærð (fm) Fermetraverð (þ.kr.)
Bauganes 22 320 343 932
Hávallagata 24 315 379 830
Skildinganes 34 300 366 821
Hávallagata 3 250 297 842
Skildinganes 15 250 387 645
Sóleyjargata 25 230 429 537
Skildinganes 49 226 313 724
Bergstaðastræti 3 225 330 682
Einimelur 1 220 279 790
Stigahlíð 63 210 328 640
Heimild: HMS

Umfjöllunina má lesa í heild í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.