Fyrrum lúxusvilla Clint Eastwood, sem situr við sjóinn í bænum Carmel-by-the-Sea í Kaliforníu, hefur verið seld fyrir 18,55 milljónir dala, eða um 2,5 milljarða króna.

Húsið hafði verið í eigu Frederick O‘Such, sem auglýsti húsið á 21 milljón dala. Hann hafði áður unnið sem fjárfestir og keypti húsið af Eastwood árið 1996 á 2,25 milljónir dala.

Fyrrum lúxusvilla Clint Eastwood, sem situr við sjóinn í bænum Carmel-by-the-Sea í Kaliforníu, hefur verið seld fyrir 18,55 milljónir dala, eða um 2,5 milljarða króna.

Húsið hafði verið í eigu Frederick O‘Such, sem auglýsti húsið á 21 milljón dala. Hann hafði áður unnið sem fjárfestir og keypti húsið af Eastwood árið 1996 á 2,25 milljónir dala.

Samkvæmt WSJ hefur O‘Such ekki viljað greina frá því hver keypti húsið en segir að nokkur af upprunalegu húsgögnunum hafi verið innifalin í tilboðsverðinu. Kaupandinn hafi þá verið fljótur að tryggja sér húsið þar sem nokkur samkeppni hafði verið um húsið.

Húsið, sem er um 408 metrar að stærð, var upprunalega byggt árið 1924 í spænskum stíl og bjó leikarinn í því á níunda og tíunda áratug seinustu aldar.

Bærinn Carmel-by-the-Sea er vinsæll áfangastaður fyrir auðuga íbúa Kaliforníu sem vilja skella í frí eða í sumarbústað. Þess má geta að Eastwood var meðal annars bæjarstjóri Carmel frá 1986 til 1988.