Tvö stórhýsi hlið við hlið í Flórída, sem byggð voru fyrir eineggja tvíbura, eru nú til sölu fyrir 54 milljónir dala, eða sem nemur 7,4 milljörðum króna.
Húsin eru í eigu kírópraktorsins Robert Lewin. Hann segir við Wall Street Journal að hann hafi byggt annað húsið fyrir sig, eiginkonu sína og fjórar dætur þeirra en hitt húsið fyrir eineggja tvíbura sinn, Harley Lewin, og tvo syni hans.
Robert segir að þeir bræður hafi alltaf búið nálægt hvor öðrum. Einungis fjögur hús hafi verið á milli fyrstu fasteigna þeirra bræðra. Seinna bjuggu þeir í aðeins tveggja húsa fjarlægð. Hann lýsir því að vera í burtu frá bróður sínum sé eins og að „reyna að klappa með einni hönd“.
Húsin sitja á 4,5 hektara lóð í bænum Southwest Ranches, sem er skammt frá Miami. Hvort hús um sig er með sundlaug í garðinum. Húsin eru aðskilin af stórri tjörn sem er með nóg af fiskum til að veiða í. Hús Robert, sem er 1.580 fermetrar að stærð, inniheldur sjö svefnherbergi, vínherbergi, bíósal og tvær skrifstofur ásamt veglegri stofu. Hitt húsið er um 1.350 fermetrar.
Tvíburunum dreymdi alltaf um að deila einni stórri lóð. „Verandi tvíburar, þá höfum við alltaf verið nánir. Okkur fannst ekki rétt að búa ekki nálægt hvor öðrum,“ segir Robert. Þá hafi það hjálpað fjölskyldum þeirra að komast í gegnum Covid-faraldurinn að búa saman á svo stórri lóð.
Framkvæmdir kláruðust árið 2020 en Robert segir að þær hafi tekið mun lengri tíma en hann átti von á. Börn bræðranna séu nú að nálgast háskólaaldur og því sé eignin heldur stór fyrir fjölskyldurnar.
Hvað næstu skref bræðranna varðar þá segir Robert að þeir íhugi nú að búa saman undir sama þaki. „Naflastrengurinn verður þá tengdur saman aftur.“
Tvö stórhýsi hlið við hlið í Flórída, sem byggð voru fyrir eineggja tvíbura, eru nú til sölu fyrir 54 milljónir dala, eða sem nemur 7,4 milljörðum króna.
Húsin eru í eigu kírópraktorsins Robert Lewin. Hann segir við Wall Street Journal að hann hafi byggt annað húsið fyrir sig, eiginkonu sína og fjórar dætur þeirra en hitt húsið fyrir eineggja tvíbura sinn, Harley Lewin, og tvo syni hans.
Robert segir að þeir bræður hafi alltaf búið nálægt hvor öðrum. Einungis fjögur hús hafi verið á milli fyrstu fasteigna þeirra bræðra. Seinna bjuggu þeir í aðeins tveggja húsa fjarlægð. Hann lýsir því að vera í burtu frá bróður sínum sé eins og að „reyna að klappa með einni hönd“.
Húsin sitja á 4,5 hektara lóð í bænum Southwest Ranches, sem er skammt frá Miami. Hvort hús um sig er með sundlaug í garðinum. Húsin eru aðskilin af stórri tjörn sem er með nóg af fiskum til að veiða í. Hús Robert, sem er 1.580 fermetrar að stærð, inniheldur sjö svefnherbergi, vínherbergi, bíósal og tvær skrifstofur ásamt veglegri stofu. Hitt húsið er um 1.350 fermetrar.
Tvíburunum dreymdi alltaf um að deila einni stórri lóð. „Verandi tvíburar, þá höfum við alltaf verið nánir. Okkur fannst ekki rétt að búa ekki nálægt hvor öðrum,“ segir Robert. Þá hafi það hjálpað fjölskyldum þeirra að komast í gegnum Covid-faraldurinn að búa saman á svo stórri lóð.
Framkvæmdir kláruðust árið 2020 en Robert segir að þær hafi tekið mun lengri tíma en hann átti von á. Börn bræðranna séu nú að nálgast háskólaaldur og því sé eignin heldur stór fyrir fjölskyldurnar.
Hvað næstu skref bræðranna varðar þá segir Robert að þeir íhugi nú að búa saman undir sama þaki. „Naflastrengurinn verður þá tengdur saman aftur.“