Jólin eru fyrir mörgum ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur líka hápunktur ársins þegar kemur að tónleikahaldi. Jólatónleikar eru jafnmismunandi og þeir eru margir, allt frá risatónleikum niður í litla kirkjutónleika. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands um hátíðirnar eru hvort tveggja og hvorugt í senn. Hæst ber á þessum tíma aðventu-, jóla- og vínartónleikar sveitarinnar.

„Við byrjum á aðventutónleikum með Bach og Mozart,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á þeim tónleikum syngur óperusöngkonan Sally Matthews. „Þetta eru mjög fallegir og hátíðlegir tónleikar sem hafa verið á dagskrá hjá okkur undanfarin, að minnsta kosti, tíu ár. Svo eru það jólatónleikarnir, sem eru mjög vinsælir fjölskyldutónleikar. Þar er aðeins stigið út fyrir kassann og hljómsveitin fær marga gesti í heimsókn. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana, sem gefur þeim einstakan blæ. Einsöngvarar núna eru Margrét Eir og Kolbrún Völkudóttir,“ en Kolbrún syngur á táknmáli.

„Þarna er yfirleitt fullt út úr dyrum á fernum tónleikum í Eldborg í Hörpu.“ Tónleikarnir eru klukkustundar langir en ekkert hlé er á tónleikunum. Vínartónleikarnir, vinsælustu tónleikar sveitarinnar, eru svo í byrjun nýs árs en þeir hafa verið haldnir árlega frá árinu 1982. „Eins og venjulega verðar leiknir vínarvalsar og óperutónlist,“ segir Margrét. Eftir jólatónleikana fer hljómsveitin á flakk um bæinn og leikur tónlist, meðal annars í Kringlunni, í anddyri Hörpu og fyrir eldri borgara. „Þetta er hluti af jólahaldi hljómsveitarinnar,“ segir Margrét.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Jólin eru fyrir mörgum ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur líka hápunktur ársins þegar kemur að tónleikahaldi. Jólatónleikar eru jafnmismunandi og þeir eru margir, allt frá risatónleikum niður í litla kirkjutónleika. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands um hátíðirnar eru hvort tveggja og hvorugt í senn. Hæst ber á þessum tíma aðventu-, jóla- og vínartónleikar sveitarinnar.

„Við byrjum á aðventutónleikum með Bach og Mozart,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á þeim tónleikum syngur óperusöngkonan Sally Matthews. „Þetta eru mjög fallegir og hátíðlegir tónleikar sem hafa verið á dagskrá hjá okkur undanfarin, að minnsta kosti, tíu ár. Svo eru það jólatónleikarnir, sem eru mjög vinsælir fjölskyldutónleikar. Þar er aðeins stigið út fyrir kassann og hljómsveitin fær marga gesti í heimsókn. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana, sem gefur þeim einstakan blæ. Einsöngvarar núna eru Margrét Eir og Kolbrún Völkudóttir,“ en Kolbrún syngur á táknmáli.

„Þarna er yfirleitt fullt út úr dyrum á fernum tónleikum í Eldborg í Hörpu.“ Tónleikarnir eru klukkustundar langir en ekkert hlé er á tónleikunum. Vínartónleikarnir, vinsælustu tónleikar sveitarinnar, eru svo í byrjun nýs árs en þeir hafa verið haldnir árlega frá árinu 1982. „Eins og venjulega verðar leiknir vínarvalsar og óperutónlist,“ segir Margrét. Eftir jólatónleikana fer hljómsveitin á flakk um bæinn og leikur tónlist, meðal annars í Kringlunni, í anddyri Hörpu og fyrir eldri borgara. „Þetta er hluti af jólahaldi hljómsveitarinnar,“ segir Margrét.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .