Thelma Þorbergsdóttir, matarbloggari er ein þeirra sem að bloggar á heimasíðu MS en þar sem hún deildir uppskriftum að dýrindis kökum, brauðum, mat og fleiru. Eftir vinnu rak hinsvegar augun í uppskrift að ekta kakó-ið sem er vægast sagt tilvalið að búa til í kuldanum þessa dagana. Svo eru aðeins nokkrir dagar til jóla og þá er fátt jólalegra en góður kakóbolli.

Heitt kakó fyrir 4-6

Innihald

40 g kakó
150 g sykur
¼ tsk salt
1 dl vatn
8 dl mjólk

Toppur:

Þeyttur rjómi og súkkulaðispænir

Aðferð:

Blandið kakói, sykri og salti saman í pott. Sjóðið vatn í örbylgju eða öðrum potti, hellið því saman við kakóblönduna og hrærið. Hrærið í rúmlega 2 mínútur eða þar til örlítil suða kemur upp. Blandið mjólkinni saman við og hrærið vel saman við. Hitið þar til nægilega heitt. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispónum.