Verkfræðistofan Efla hefur unnið þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadölum.
Eldgosið er talið einstakt þar sem kvika streymi upp af 17-20 kílómetra dýpi og það fyrsta sinnar gerðar hér á landi í nokkur þúsund ár.
Líkanið byggir á eldgosinu eins og það var á þriðjudaginn síðastliðinn. Gosstöðin var myndmælt með DJI Mavic 2 Pro dróna og full-unnið í forritinu Reality Capture.
Hér að neðan má skoða eldgosið frá öllum hliðum: