Enska leikkonan Emma Watson hefur verið kjörin í stjórn franska tískurisans Kering, sem á meðal annars merkin Gucci, Saint Laurent og Balenciaga.
Watson, sem er hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter, er þekkt fyrir að klæðast endurnýjanlegum fötum frá hátísku hönnuðum á rauða dreglinum og öðrum opinberum samkomum.
Hún verður einnig formaður sjálfbærninefndar Kering en tískufyrirtækið hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í þeim efnum, að því er segir í frétt BBC . Hluthafar hafa samþykkt kjörið á Watson.
Watson hefur tekið þátt í ýmsum herferðum en hún er til að mynda andlit Good On You vefsíðunnar, sem raðar tískumerkjum eftir siðferðis- og sjálfbærnimælikvörðum. Helstu tískumerki Kering fá slæmar einkunnir á síðunni. Gucci og Balenciaga eru bæði metin sem „á byrjunarreit“ en Saint Laurent fær einkunina „ekki nægilega gott“.
Kering is proud to announce that @EmmaWatson is joining its Board of Directors, alongside @JeanLiuQing & Tidjane Thiam. Their appointments have been approved by Kering’s shareholders during the Group’s Annual General Meeting, as proposed by the Board of Directors in March. pic.twitter.com/WjfnZW0V4o
— Kering (@KeringGroup) June 16, 2020
Enska leikkonan Emma Watson hefur verið kjörin í stjórn franska tískurisans Kering, sem á meðal annars merkin Gucci, Saint Laurent og Balenciaga.
Watson, sem er hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter, er þekkt fyrir að klæðast endurnýjanlegum fötum frá hátísku hönnuðum á rauða dreglinum og öðrum opinberum samkomum.
Hún verður einnig formaður sjálfbærninefndar Kering en tískufyrirtækið hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í þeim efnum, að því er segir í frétt BBC . Hluthafar hafa samþykkt kjörið á Watson.
Watson hefur tekið þátt í ýmsum herferðum en hún er til að mynda andlit Good On You vefsíðunnar, sem raðar tískumerkjum eftir siðferðis- og sjálfbærnimælikvörðum. Helstu tískumerki Kering fá slæmar einkunnir á síðunni. Gucci og Balenciaga eru bæði metin sem „á byrjunarreit“ en Saint Laurent fær einkunina „ekki nægilega gott“.
Kering is proud to announce that @EmmaWatson is joining its Board of Directors, alongside @JeanLiuQing & Tidjane Thiam. Their appointments have been approved by Kering’s shareholders during the Group’s Annual General Meeting, as proposed by the Board of Directors in March. pic.twitter.com/WjfnZW0V4o
— Kering (@KeringGroup) June 16, 2020