Fyrir helgi sátu yfir 300 manns í byggingum Háskóla Íslands og spreyttu sig á inntökuprófinu í þeirri von um að komast inn í draumanámið sitt. Prófið fór fram á fimmtudag og föstudag og skiptist í sex hluta.
Einn hlutinn samanstóð af eðlisfræði spurningum og almennum spurningum. En hér að neðan eru um þriðjungur almennu spurninganna sem nemendur þurftu að svara.
Spurningar:
- Hvaða pláneta í okkar sólkerfið hefur tungl sem nefnt eru eftir sögupersónum Shakespeare´s?
- Hvað heitir sýningin sem fjallar um líf Bubba Morthens?
- Í hvaða sæti lenti Ísland á HM í handbolta fyrr á árinu?
- Hvað eru Maríutásur?
- Hver var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þar til í janúar á þessu ári?
- Hver blæs í horn í upphafi Ragnarakar?
- Hver fer með umsjón á hlaðvarpinu Í ljósi sögunnar?
- Hvað voru þrælabúðir í Sovétríkjunum kallaðar?
- Á _____ börnin best?
- Hvað hét bíó Paradís áður?
- Í hvaða borg er skemmtigarður með Ástríks og Steinríks þema?
- Hvaða bók vann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka 2022?
- Hver skrifaði bókina Stóri bróðir?
- Hver skrifaði bókina Fávitar?
- Hverjir eru fimm síðustu forsætisráðherrar Bretlands í réttri röð, elst til nýjast?
- Hvað heitir lögreglumaðurinn í Bleika Pardusnum?
- Hver er fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins?
- Hvað er fjallið Keilir hátt?
- Hvaða dag réðust Rússar inn í Úkraínu?
- Hvaðan er kryddið Garam Masala?
- Hvað var jarðskjálftinn í Tyrklandi og Sýrlandi, sem varð fyrr á árinu, stór?
- Hvaða embætti var til húsa á Nesstofu?
- Hver er formaður ASÍ?
- Hvað er hvíti dauði?
- Hver leikstýrði kvikmyndinni Villibráð?
- Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?
- Hvað eru þingmenn Miðflokksins margir?
- Hvað eru mörg ráðuneyti á Íslandi?
- Fyrir hvaða flokk situr Jakob Frímann á þingi?
- Hvaða strætó gengur í Mosfellsbæ?
- Hvaða litur er kenndur við Safír?
- Hver er höfuðborg Sameinuðu Arabísku furstadæmanna?
- Hvaða vegur er á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar?
Svör:
- Úranus
- Níu líf
- 12. Sæti
- Skýjategund
- Sara Björk Gunnarsdóttir
- Heimdallur
- Vera Illugadóttir
- Gulag
- Misjöfnu
- Regnboginn
- París
- Lungu
- Skúli Sigurðsson
- Sólborg Guðbrandsdóttir
- Cameron, May, Johnson, Truss, Sunak
- Inspector Clouseau
- Halldór Benjamín Þorbergsson
- 379 m
- Febrúar 2022
- Indlandi
- 7,8 á Richter
- Landlæknir
- Finnbjörn A. Hermannsson
- Berklar
- Elsa María Jakobsdóttir
- 635 km
- 2
- 12
- Flokk fólksins
- 15
- Blár
- Abu Dhabi
- Öxnadalsheiði