Árshátíð aðdáenda tölvuleiksins EVE Online fer fram á ný í Laugardalshöll 5. til 8. maí á næsta ári samkvæmt tilkynningu frá CCP sem gefur út EVE Online.

Þetta verður í fyrsta sinn í fjögur ár sem hátíðin verður haldin hér á landi en hún féll niður í ár og í fyrra vegna faraldursins.

Um þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hafa sótt hátíðina ár hvert og hefur velta tengd hátíðargestum numið hundruð milljónum króna á ári.