BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag klukkan 12-16, hinn margverðlaunaða rafbíl, Renault Scenic E-Tech, sem meðal annars var kjörinn Evrópubíll ársins 2024 á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu og besti fjölskyldurafbíll ársins hjá TopGear.

Renault Scenic E-Tech er 100% rafknúinn fjölskyldubíll með á bilinu 60-87 kWh rafhlöðu og 170 til 220 hestafla rafmótor eftir útfærslum og allt að 625 km drægni.

BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag klukkan 12-16, hinn margverðlaunaða rafbíl, Renault Scenic E-Tech, sem meðal annars var kjörinn Evrópubíll ársins 2024 á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu og besti fjölskyldurafbíll ársins hjá TopGear.

Renault Scenic E-Tech er 100% rafknúinn fjölskyldubíll með á bilinu 60-87 kWh rafhlöðu og 170 til 220 hestafla rafmótor eftir útfærslum og allt að 625 km drægni.

Bíllinn er búinn öllum helsta og nýjasta öryggisbúnaði og í farþegarými er fullkomið afþreyingarkerfi sem stjórnað er á stórum margmiðlunarskjá, þar sem m.a. er að finna leiðsögn í rauntíma, raddstýringu og yfir 50 snjallforritum. Farangursplássið er svo 545 lítrar og stækkanlegt með niðurfelldum aftursætisbökum.

Þess má geta að ekkert leður er notað í farþegarými Renault Scenic E-Tech, ekkert króm er á ytra byrði bílsins og rafhlaðan er úr endurunnum efnum enda leggur Renault áherslu á endurvinnanleg efni og lífræn efni úr plöntulífmassa.

Vinsæll allt frá 1996

Renault Scenic kom upphaflega fram árið 1996. Scenic varð strax vinsæll og var árið 1997 kjörinn Evrópubíll ársins. Scenic er meðal allra vinsælustu framleiðslubíla Renault á helstu mörkuðum, ekki síst í Evrópu og Asíu.

Scenic hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás, meðal annars verið boðinn 7 sæta og með fjórhjóladrifi en árið 2022 var framleiðslu hans hætt í bili á meðan Renault vann að þróun og hönnun algjörlega nýrrar kynslóðar sem BL frumsýnir.

Á laugardag verður jafnframt haldið upp á það að 70 ár eru liðin frá því að Bifreiðar og landbúnaðarvélar, forveri BL, tók til starfa 1954. Af því tilefni verður gestum að sjálfsögðu boðið upp á sérstök afmælistilboð á bílum og afmælisköku í sýningarsalnum við Sævarhöfða, hjá Jaguar Land Rover við Hestháls og Hyundai við Kauptún í Garðabæ.