Facebook mun nota nýja tækni fyrir auglýsendur til að veita þeim betri upplýsingar um 1,3 milljarða neytendur sína. Samskiptaforritið mun núna geta nýtt upplýsingar úr leitarvélum notenda, auk upplýsinga um hversu langan tíma þeir eyða á netverslunarsíðum, til þess að komast að betri niðurstöðu um hvaða auglýsingar á að sýna þeim.
Talsmenn Facebook sögðust vera að bregðast við ósk notenda um að fá persónulegar auglýsingar, frekar en ósk auglýsenda sem eru spenntir fyrir upplýsingum sem þeir geta fengið um neytendur.
Hins vegar hefur samskiptaforritið síðastliðin ár þurft að standa í stríði yfir því hvort þeir séu að brjóta á einkarétti notenda sinna. Í ljósi þess var í síðasta mánuði breytt einkalífs skilmála til þess að auðvelda notendum að stýra þeim. Facebook undirstrikar einnig að notendur megi ráða því hvort þeir leyfi auglýsendum að nálgast upplýsingar úr leitarvélum sínum eður ei.