„Á sumrin getur verið gott að skipta yfir í léttari vörur, mér finnst fallegt að nota t.d. krem vörur sem ýta undir ljóma og sólkysst útlit. Góðar húðvörur eru auðvitað lykilinn að fallegri húð og förðun. Á sumrin rétt eins og alla aðra daga ársins er sólarvörnin mjög mikilvæg.“
„Á sumrin getur verið gott að skipta yfir í léttari vörur, mér finnst fallegt að nota t.d. krem vörur sem ýta undir ljóma og sólkysst útlit. Góðar húðvörur eru auðvitað lykilinn að fallegri húð og förðun. Á sumrin rétt eins og alla aðra daga ársins er sólarvörnin mjög mikilvæg.“
Skref 1
Nyx brow glue er eitt það besta, ég gríp oft í það eitt og sér á no makeup makeup dögum. Nyx augabrúnablýanturinn er líka snilld til þess að fylla inn í ef þess þarf.
Litað augabrúnagel er líka frábær kostur á sumrin sérstaklega.
Skref 2
Ný vara frá Gosh sem heitir Glow up og gefur svo fallegan ljóma sem hægt er nota eina og sér, undir og yfir farða.
Skref 3
Einn af mínum uppáhalds förðum fyrir sumarið er Les Beiges Water Fresh Tint frá Chanel en það er litað vatnsgel sem gefur húðinni aukinn frískleika og fallegan ljóma. Formúlan er mjög létt og veitir þetta eftirsótta sólkyssta útlit. Til þess að fá sem bestu útkomuna er best að bera farðann á með bursta og í hringlaga hreyfingum.
Skref 4
Í stíl við þetta elska ég að nota les beiges healthy glow bronzer kremið frá Chanel á hæstu punktanna á andlitinu. Það getur líka verið mjög fallegt að strjúka með burstanum undir augabrúnina til að fá smá skugga hjá augum.
Skref 5
Chanel farðinn er léttur og eins og með flesta létta farða veita þeir ekki mikla þekju. Til þess að fá smá þekju á þá staði sem maður vill hylja getur verið gott að taka hyljara og nota hann á fleiri staði og komast þannig upp með að nota léttari farða eins og Chanel. Uppáhalds hyljarinn minn þessa daganna er Lancome Teint Idole Ultra Wear all over concealer. Hann er bæði mjög rakagefandi og endingargóður en líka léttur og sest því ekki í línur undir augunum.
Skref 6
Ég reyni alltaf að nota lítið púður á sumrin eins og ég sagði áðan en til þess að setja farðann og hyljarann finnst mér gott að dusta smá af YSL All Hours Setting Powder og smá af sólarpúðri, ég elska Clarins sólarpúðrin en það var einmitt að koma limited edition sumarútgáfa af mínu uppáhalds.
Skref 7
Á augun getur verið fallegt að hafa eitthvað létt og t.d. skipta út svarta blýantum fyrir brúnan. Ég mæli með Gosh Woody Eye Liner - 002 Mahogany hann dregur fram blá og græn augu. Það er líka mjög einfalt og frísklegt að taka blýant í ljósum lit í neðri votlínu t.d. Matte Eye Liner frá Gosh í lit 013 Nude.
Og ef þið viljið eitthvað smá extra en súper einfalt eru krem augnskuggarnir frá Lancome fullkomir (OMBRE HYPNÔSE STYLO SHADOW STICK).
Skref 8
Að lokum elska ég að taka gott setting spray eða rakaspray og spreyja yfir förðunina. Urban Decay var að gera þetta mjög auðvelt fyrir okkur og var að gefa út setting spray með C vítamíni sem er æðislegt - passar upp á að förðunin haldist og gefur húðinni aukin raka.
Bónus!
Bondi Sands – Gradual Tan Skin Illuminator
Þessi vara á háls, bringu og axlir nú eða fætur ef það fer að koma sól! Thank me later.
Fullkomin brúnka sem gefur strax lit og fullkomna áferð.