Það hafa sennilega margir stoppað við eða keyrt fram hjá Seljalandsfossi eða Skógafossi á Suðurlandinu, Gullfossi á Vesturlandinu eða Dettifossi á Norðurlandinu. Fossar landsins eru þó töluvert fleiri en þessir fjórir.

Hér að neðan má lesa um fjóra fossa, aðra en þá ofangreindu. Hefur þú skoðað þá?

Það hafa sennilega margir stoppað við eða keyrt fram hjá Seljalandsfossi eða Skógafossi á Suðurlandinu, Gullfossi á Vesturlandinu eða Dettifossi á Norðurlandinu. Fossar landsins eru þó töluvert fleiri en þessir fjórir.

Hér að neðan má lesa um fjóra fossa, aðra en þá ofangreindu. Hefur þú skoðað þá?

Fardagafoss (Austurland)

Um sex kílómetrum frá Egilsstöðum er fossinn Fardagafoss. Fossinn rennur niður hlíðar Fjarðarheiðar en til að komast að fossinum er keyrt frá Egilsstöðum austur til Seyðisfjarðar þangað til maður kemur að skilti og bílastæði merktu Fardagafossi.

Frá bílastæðinu liggur falleg gönguleið að fossinum sem tekur um 30 mínútur að ganga. Þetta er því tilvalin leið til að setja á ferðaplanið eða brjóta upp langa bílferð.

Hægt er að ganga bakvið fossinn.

Við enda Nauthúsagils má finna þennan foss.
Við enda Nauthúsagils má finna þennan foss.

Nauthúsagil (Suðurland)

Nauthúsagil er sérstaklega fallegt og gróðurríkt gil. Gilið er skammt frá veginum inn í Þórsmörk með góðu bílastæði við veginn.

Gönguleiðin tekur skamma stund en hún er vatnsmikil svo vatnsheldur skóbúnaður er mikilvægur.

Við enda gilsins má svo finna fallegan foss. Þegar litið er til himins má sjá mikinn trjágróður en gróðurinn og fossinn gera umhverfið einstaklega fallegt.

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti.
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti.

Aldeyjarfoss (Norðurland)

Í Skjálfandafljóti í Bárðardal má finna Aldeyjarfoss sem er umlukinnn stuðlabergi. Skjálfandafljót er 180 kílómetralangt og er þar með fjórða lengsta fljót landsins. Fljótið myndar auk Aldeyjarfoss, Goðafoss og Hrafnabjargafoss.

„Frá þjóðvegi 1 er beygt inn Bárðardalinn, inn eftir vegi 842 eða 844, rétt áður en komið er að innsta bæ að vestan er haldið inn á fjallveg F26 og síðan beygt af honum til hægri eftir tæpa 4 km, vegslóða sem liggur að bílastæðinu vestan Skjálfandafljóts. Frá bílastæðinu liggur stígur niður dálítið bratta brekku að hraunbreiðunni sem umlykur fossinn,“ segir á vef Akureyrabæjar um leiðina að fossinum.

Kirkjufellsfoss við Grundarfjörð.
Kirkjufellsfoss við Grundarfjörð.

Kirkjufellsfoss (Vesturland)

Á Snæfellsnesinu á Vesturlandi má finna eitt fegursta fjall landsins, Kirkjufell. Fjallið liggur við Grundarfjörð á sér samnefndan foss, Kirkjufellsfoss sem þykir ekki síður fallegur.

Það er stórt bílastæði við fossinn og stutt ganga að honum.

  • Aðrir fossar sem getur verið gaman að skoða eru t.d. Gljúfrabúi á Suðurlandinu, Gjáin í Þjórsárdal, Glymur í Hvalfirði, Dynjandi á Vestfjörðum, Svartifoss á Suðurlandinu.