Dómnefnd hefur valið þau fimm fyrirtæki sem tilnefnd eru til markaðsverðlauna ÍMARK, samtaka markaðsfólks, eftir að hafa yfirfarið innsend gögn frá fyrirtækjum.
Eins og
Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum
hafa aldrei verið fleiri innsendar tilnefningar borist en í ár og samkeppnin því mikil.
Fyrirtækin sem komast áfram halda ítarlega kynningu á markaðsstarfi fyrirtækisins fyrir dómnefnd ÍMARK.
Þessi fyrirtæki eru í topp fimm fyrir vali ÍMARK, á markaðsfyrirtæki ársins 2020:
- Krónan
- Síminn
- Arion banki
- 66°Norður
- Nova
Íslensku markaðsverðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn 14. desember næstkomandi af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og verða einnig í beinni útsendingu á facebooksíðu ÍMARK.
Verðlaunin eru veitt því́ fyrirtæki sem hefur verið áberandi í́ markaðsmálum á síðastliðnum tveimur starfsárum og þykir hafa sannað að sýnilegur árangur hafi náðst.
Við ákvörðun um verðlaunahafa verður tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin, að fjárhagslegt öruggi sé til staðar ásamt skoðuð verða ýmis önnur gögn sem dómnefnd hefur aðgang að.