Vísindmönnum hefur tekist að hanna spínat sem bregst við efni í jarðsprengjum og gerir þeim viðvart. IGN greinir frá .
Vísindamenn við MIT háskólann gerðu rannsóknir á sviði plöntuörlíftækni (e. plant nanobionics) á spínati, og komust í kjölfarið að því að rætur þess gátu nú numið efni í jarðveginum sem notað er í sprengjuefnum á borð við jarðsprengjur.
Viðbrögð spínatrótanna eru svo aftur numin með innrauðum geisla, sem gerir vísindamönnunum viðvart með tölvupósti.
„Plöntur eru mjög góðir efnafræðingar. Þær hafa víðtæk net róta í jarðveginum sem er stöðugt að taka sýni af grunnvatninu, og kemur því áleiðis til laufanna,“ er haft eftir Prófessor Michael Strano, sem fór fyrir rannsóknunum.
Upphaflegur tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hvort erfðabreyta mætti villtum plöntum til að nema sprengiefni. Vísindamennirnir telja hinsvegar nú að aðferðina megi einnig nota til að vara við mengun og öðrum umhverfisáhrifum.