Rúmlega 300 manns voru viðstaddir ársfund SFS sem fór nýverið fram í Silfurbergi í Hörpu.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), mætti á ársfundinn ásamt dóttur sinni Rebekku Guðmundsdóttur, sem starfar sem aðstoðarmaður hans, Hjalta Ragnarssyni, regluverði ÚR, og Runólfi Viðari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR.
Ljósmynd: BIG
Deila
Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fór fram á föstudaginn í síðustu viku. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel mætt á ársfund samtakanna en rúmlega 300 manns voru viðstaddir fundinn sem fór fram í Silfurbergi í Hörpu.
Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fór fram á föstudaginn í síðustu viku. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel mætt á ársfund samtakanna en rúmlega 300 manns voru viðstaddir fundinn sem fór fram í Silfurbergi í Hörpu.
Yfirskrift ársfundarins var: Auður hafsins - lífskjör til framtíðar. Ólafur Marteinsson, formaður SFS, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og fundarstjórinn Rósa Kristinsdóttir héldu erindi á fundinum. Auk þess voru tveir erlendir fyrirlesarar, þeir Marty Odlin, framkvæmdastjóri Running Tide, og Mark Ritson, vörumerkjaráðgjafi og fyrrverandi prófessor við London Business School.