Hjólatúr

Skellið hjálmunum á hausinn og dragið fram hjólin. Veljið svo einhverja skemmtilega leið til að hjóla. Það gæti líka verið gaman að ákveða einhvern áfangastað t.d. að kíkja í heimsókn til einhvers eða hjóla á einhvern leikvöll.

Fjöruferð

Það er alltaf gaman að kíkja á dýralífið í fjörunni, vaða í sjónum og leika sér í sandinum. Það gæti líka verið sniðugt verkefni að taka með sér ruslapoka og týna ruslið sem er í fjörunni.

Sund

Það skiptir nánast engu máli hvernig viðrar það er alltaf jafn hressandi að fara í sund. Veljið í sameiningu hvaða sundlaug þið viljið fara í, hendið sunddótinu í tösku og farið af stað!

Föndra

Klippa, líma, mála, lita eða hvað svo sem hugurinn girnist þá getur verið mjög gaman að setjast saman með föndurdót og skapa listaverk.

Baka

Samvera í eldhúsinu getur verið góð fjölskyldustund. Finnið uppskrift með erfiðleika við hæfi og vinnið saman að því að baka eitthvað gómsætt.