Fjórða kynslóð af hinum vinsæla sportjeppa Porsche Cayenne verður 100% rafknúin. Prófanir á fyrstu frumgerðunum eru þegar vel á veg komnar.

Porsche mun þó einnig halda áfram að þróa og bjóða upp á tengiltvinn- og bensínútfærslur af Cayenne.

Fjórða kynslóð af hinum vinsæla sportjeppa Porsche Cayenne verður 100% rafknúin. Prófanir á fyrstu frumgerðunum eru þegar vel á veg komnar.

Porsche mun þó einnig halda áfram að þróa og bjóða upp á tengiltvinn- og bensínútfærslur af Cayenne.

Í yfir 20 ár hefur Cayenne verið þekktur fyrir að sameina einkenni Porsche í aksturseiginleikum, framúrskarandi þægindum og mikla getu í torfæruakstri. Nýjar útgáfur sportjeppans munu halda áfram með þessi gildi að leiðarljósi og varðveita öll þau einkenni sem eru kunnugleg. „Cayenne hefur alltaf verið skilgreindur sem sportbíllinn í sínum flokki.

Á næstu misserum mun fjórða kynslóðin hins vegar setja alveg ný viðmið fyrir rafknúna jeppa. Á sama tíma munu viðskiptavinir okkar áfram geta valið úr fjölbreyttu úrvali af öflugum og skilvirkum brunahreyfils- og tvinnbílum,” segir Oliver Blume, forstjóri Porsche AG.

Ný kynslóð Cayenne er væntanleg hingað til lands árið 2026 og er Bílabúð Benna umboðsaðili Porsche á Íslandi.