Jeep Avenger var valinn bíll ársins í Evrópu 2023. Óneitanlega mikil viðurkenning fyrir þennan ameríska bílaframleiðanda sem þekktari hefur verið fyrir stærri jeppa líkt og Cherokee.

Auk þess er Avenger frumraun Jeep á rafbílamarkaðnum. Óhætt er að segja að Jeep hafi tekist vel upp í hönnun bílsins, bæði að utan sem innan. Hann ber merki þess að hér er um sportjeppa að ræða, svartir brettakantar og listar auk þess sem veghæðin er 20 cm. Avenger er framhjóladrifinn og búinn Select Terrain drifi og Hill Descent brekkuaðstoð.

Ökumanns aðstoðarkerfi er í bílnum sem hjálpar ökumanni að halda öruggri fjarlægð frá bílnum á undan sem og að halda bílnum á miðri akrein. Beygjulýsing er að framan sem kemur sér vel þegar skipt er milli akreina eða keyrt utan vega í slæmu skyggni eða þegar rökkur er. Þá kviknar á þokuljósunum sem lýsa fyrir hornið sem eykur öryggið mikið.

Auk þess er hraðastillir, þráðlaust Apple Car Play og Android Auto sem staðalbúnaður sem og hlífðarplata undir rafhlöðu. Bíllinn sem var reynsluekinn er Avenger Summit, en hann er einnig í boði í Longitude og Altitude útfærslum. Summit kemur á 18” álfelgum

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði