Bílaumboðið Askja opnaði fyrir forpantanir á nýjum og alrafmögnuðum Kia EV9 í vefsýningarsal Öskju í dag.

Nýr EV9 verður brautryðjandi í flokki alrafmagnaðra jeppa á Íslandi. Hann er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni og er því með langt hjólhaf, einstaka drægni, mikið rými og framúrskarandi tækninýjungar.

EV9, nýja flaggskip Kia, er frábærlega vel útbúinn með nýjustu tækni í akstursstoðkerfum og hágæða hljóðkerfi, ásamt V2L hleðslubúnaði. Hann er fjórhjóladrifinn og með allt að 2.500 kg dráttargetu. EV9 er með sex sæta farþegarými með frábæru aðgengi að öftustu sætaröð og 15“ margmiðlunarskjá ásamt Kia Connect snjalltengingu.

Verð á Kia EV9 er frá 13.590.777 krónur og eru fyrstu bílarnir áætlaðir til landsins fyrir lok árs. Það verður því hægt að tryggja sér eintak af Kia EV9 fyrir fyrirhugað afnám virðisaukaskattsívilnana um áramótin.